Ragnar Már Garðarsson lék á 69 höggum á fyrsta keppnisdegi Brabants mótsins í Hollandi, sem haldið er á Eindhoven vellinum. Hann deilir fyrsta sætinu ásamt Hollendingnum Rowin Caron. Alls leika fimm Íslendingar á þessu sterka móti, en sigurvegari karla fær þátttökurétt á KLM mótið á evrópsku mótaröðinni á þessu ári, sigurvegari kvenna fær þátttökurétt á Deloitte Ladies Open, sem haldið er á næsta ári.
Bjarki Pétursson úr GB lék einnig vel og var á 70 höggum. Gísli Sveinbergsson var á 71 höggi, en Ísak Jasonarson var á 82 höggum. Ásta Birna Magnúsdóttir sem lék áður með GK en er búsett í Þýskalandi, lék á 76 höggum og deilir 9. sæti.
Annar hringur er í gangi núna og fara þeir Ragnar Már og Bjarki mjög vel af stað, en stöðu karla er hægt að skoða hér.
Stöðu kvenna er hægt að skoða hér.