Sex íslenskir kylfingar hófu í gær leik á 1. stigs úrtökumóti fyrir Evrópumótaröð karla sem haldið er í Fleesensee í Þýskalandi.

Tveir kappar úr GKG, þeir Ragnar Már Garðarsson og Aron Snær Júlíusson eru meðal sex Íslendinga sem spreyta sig á þessum velli, en leikið er alls á 5 mótsstöðum í Evrópu á fyrsta stiginu.

Aðrir íslenskir kylfingar sem leika í Fleesensee eru Axel Bóasson, Andri Þór Björnsson, Bjarki Pétursson og Rúnar Arnórsson.

Að loknum tveimur hringjum er staða þeirra svona:

Um 20% kylfinga komast áfram af hverjum mótsstað á 1. stigi úrtökumótanna. Gera má ráð fyrir því að 16 komist áfram í Þýskalandi en 84 kylfingar hófu leik í gær.

Hægt er fylgjast með gengi strákanna hér.

Við sendum þeim baráttukveðjur!