Seinasta stigamót ársins í Arionbankamótaröðinni fór fram um helgina í Borgarnesi. Árangur okkar unglinga var glæsilegur, en Ragnar Már Garðarsson sigraði í 15-16 ára flokki eftir bráðabana við Kristinn Reyr Sigurðsson úr GR. Ragnar Már er búinn að vera mjög sigursæll undanfarið, en hann varð Íslandsmeistari í sínum flokki á dögunum, og sigraði einnig í seinustu viku í Unglingaeinvíginu í Mosfellsbæ. Frábær árangur hjá Ragnari og við óskum honum til hamingju með árangurinn.
Óðinn Þór Ríkharðsson var einnig nálægt því að tryggja sér sigur, en hann tapaði í bráðabana fyrir Birgi Birni Magnússyni í flokki 14 ára og yngri. Engu að síður góður árangur og miklar framfarir hjá Óðni seinustu 2-3 ár.
Hér má sjá lokastöðu efstu kylfinga í mótinu:
Piltaflokkur, 17-18 ára:
1. Björn Öder Ólason GO 73-73=146
2. Gísli Þór Þórðarson GR 67-81=148
3. Dagur Ebenezersson GK 75-75=150
Stúlknaflokkur, 17-18 ára:
1. Guðrún Brá Björgvinsdóttir GK 71-79=150
2. Halla Björk Ragnarsdóttir GR 80-85=165
3. Högna Kristbjörg Knútsdóttir GK 84-83=167
Drengjaflokkur, 15-16 ára:
1. Ragnar Már Garðarsson GKG 74-77=151
2. Kristinn Reyr Sigurðsson GR 78-73 =151
3.-4. Ísak Jasonarson GK 79-76=155
3.-4. Aron Snær Júlíusson GKG 73-82=155
Telpnaflokkur, 15-16 ára:
1. Anna Sólveig Snorradóttir GK 76-76=152
2. Guðrún Pétursdóttir GR 79-80=159
3. Sara Margrét Hinriksdóttir GK 84-86=170
Strákaflokkur, 14 ára og yngri:
1. Birgir Björn Magnússon GK 71-73=144
2. Óðinn Þór Ríkharðsson GKG 70-74=144
3.-4. Gísli Sveinbergsson GK 71-82=153
3.-4. Fannar Ingi Steingrímsson GHG 71-82=153
Stelpuflokkur, 14 ára og yngri:
1. Ragnhildur Kristinsdóttir GR 81-79=160
2. Birta Dís Jónsdóttir GHD 89-84=173
3.-4. Hafdís Alda Jóhannsdóttir GK 93-89 =182
3.-4. Eva Karen Björnsdóttir GR 91-91=182
Nánari upplýsingar um árangur keppenda er að finna á www.golf.is