Reglur um val á karlasveit GKG í sveitakeppni eldri kylfinga 2010
Rétt til þátttöku hafa allir kylfingar sem verða 55 ára og eldri á árinu 2010.
Lokastaða í mótum LEK vorið 2010 gildir sem fyrsti hringur af 8. Síðan eru leiknir 7 hringir og ræður röð kylfinga fjölda stiga sem þeir fá fyrir hvern hring. Leikið er af gulum teigum á Leirdalsvelli.
Gefin eru stig eins og notuð eru við val á landsliðum LEK, höggleikur án forgjafar. 1. sæti fær 180 stig, 2. sæti fær 160 stig, 3. fær 145 stig, 4. fær 140, 5. fær 135, 6. fær 130, 7. fær 125, 8. fær 120 og svo framvegis.
- Röð í LEK mótum vorið 2010.
- Miðvikudagsmótaröð 23. júní
- Meistaramót GKG, 1. dagur hvers kylfings
- Meistaramót GKG, 2. dagur
- Meistaramót GKG, 3. dagur
- Miðvikudagsmótaröð 14. júlí
- Miðvikudagsmótaröð 28. júlí
Af 7 hringjum telja 5 sem flest stig gefa hjá hverjum kylfingi.
Þeir 6 kylfingar sem flest stig fá verða í sveitinni og auk þess hefur liðsstjórinn Kjartan Guðjónsson frjálst val um tvo.
Nánari upplýsingar veitir Gunnar Árnason, S: 697-9467, netfang gunnsol@hive.is