Rétt til þátttöku hafa allir kylfingar sem verða 50 ára og eldri á árinu 2016. Íslandsmót golfklúbba eldri kylfinga fer fram hjá Golfklúbbi Öndverðaness 12. – 14. ágúst.

Það er hægt að taka þátt í 7 mótum og ræður röð kylfinga fjölda stiga sem þeir fá fyrir hvert mót. Meðalskor í meistaramóti GKG gildir tvöfalt. Þriðjudagsspil vegna vals sveitar GKG fer þannig fram að konur hringja inn og skrá sig í rástíma sem Agnar hefur tekið frá fyrir okkur í síðasta lagi mánudagsmorgun fyrir spil, skila síðan undirrituðu skorkorti í afgreiðslu og MM sér um að reikna stig.

Gefin eru stig eins og notuð voru við val á landsliðum LEK, höggleikur án forgjafar. 1. sæti fær 330 stig, 2. sæti fær 265 stig, 3. fær 230 stig, 4. fær 210, 5. fær 190, 6. fær 175, 7. fær 155, 8. fær 140, 9. fær 125, 10. fær 115, 11. fær 110, 12. fær 100, 13. fær 95, 14. fær 90, 15. fær 85 og 16. fær 80.

  1. 24.5. Þriðjudagsspil vegna vals sveitar í GKG
    2. 5.6. GS mótið, Öldungamótaröðin (3)
    3. 7.6. Þriðjudagsspil vegna vals sveitar í GKG
    4. 18.6. Öldungamótaröðin á Kiðjabergsvelli
    5. 28.6. Þriðjudagsspil vegna vals sveitar á GL á Akranesi
    6. 3.7. Meistaramót GKG, meðalskor
    7. 3.7. Meistaramót GKG, meðalskor

Af 7 hringjum telja 4 sem flest stig gefa hjá hverjum kylfingi.

Þeir 5 kylfingar sem flest stig fá verða í sveitinni og auk þess hefur liðsstjóri frjálst val um tvo til þrjá.

Nánari upplýsingar veitir María Guðnadóttir , S: 8561920 netfang: mariag@lindaskoli.is

Mynd: Sveit GKG eldri kylfinga kvenna 2015