Úrslitin réðust á laugardag í keppninni um Holumeistara GKG 2025 en til úrslita léku sigurvegarar í karla- og kvennaflokki, þau Ingibjörg Hinriksdóttir og Sæmundur Melstað. 

Ingibjörg lýsti leiknum þannig að Sammi hafi komið gríðarlega ákveðinn til leiks með kylfur og bolta sem fyrirgáfu honum nánast hvað sem er.  Annað en hún sjálf sem sá aldrei til sólar, sem skein þó glatt á köflum. Sammi var 3 upp eftir 9 og lokaði leiknum og keppninni á 15. holu 4/3.

Til hamingju með sigurinn Sæmundur!

Ingibjörg varð kvennameistari í Holukeppni GKG 2025 eftir úrslitaleik við Sigríði Ólafsdóttur, en hún vann kvennaflokkinn og holumeistaratitilinn í fyrra! 

Í þriðja sæti hafnaði Kristín Elfa Axelsdóttir Bryde en hún hafði betur en Sigrún Ýr Árnadóttir. 

Sæmundur varð karlameistari í Holukeppni GKG 2025 eftir úrslitaleik við Davíð Stefán Guðmundsson.

Í þriðja sæti varð karla- og holumeistari ársins 2023, Arnór Árnason eftir hörkuleik við Ragnar Þórð Jónasson.

Við óskum sigurvegurunum til hamingju með glæsilegan árangur í sumar og þökkum öllum keppendum sem tóku þátt í mótinu fyrir þátttökuna.

Allar nánari upplýsingar um Holukeppni GKG finnast hér.

 

Annað og fyrsta sætið í keppni um Holumeistara GKG. Ingibjörg og Sæmundur

 

Fyrsta og annað sætið í karlaflokki: Sæmundur og Davíð Stefán

Annað og fyrsta sætið í kvennaflokki: Sigríður og Ingibjörg

 

Fjórða og þriðja sætið í kvennaflokki: Sigrún Ýr og Kristín Elfa

 

Þriðja og fjórða sætið í karlaflokki: Arnór og Ragnar Þórður