Landsmótið í golfhermum fór fram í annað sinn í dag en þetta mót er í umsjón GKG í samvinnu við GSÍ.
Mótið hófst í janúar og voru leiknar tvær undankeppnir. Að þeim loknum léku síðan 8 efstu konur og karlar til úrslita í 36 holu höggleik um titlana.
Grafarholtsvöllur GR var leikinn í Trackman hermunum í Íþróttamiðstöð GKG.
Sigurður Arnar Garðarsson og Saga Traustadóttir, bæði úr GKG tryggðu sér sigur og Landsmeistaratitlana í karla- og kvennaflokki.
Saga lék á 7 höggum undir pari og tryggði sér sigurinn annað árið í röð!
Sigurður lék hringina tvo á 19 höggum undir pari og var sigurinn aldrei í hættu. Sigurður hefur sýnt mikla yfirburði í mótinu frá byrjun og einnig gert góða hluti á Next Golf Tour golfhermamótaröð Trackman.
Sýnt var frá mótinu í beinni útsendingu á Stöð 2 sport í opinni dagskrá og er hægt að horfa á útsendinguna með því að smella á hlekkinn hér. Ath. að útsendingin hefst um 5 mínútum eftir að myndbandið fer af stað.
Til hamingju með titlana Siggi og Saga!