Í dag var skrifað golfklúbbur GKG undir samning við sveitafélögin Garðabæ og Kópavog um byggingu nýrrar íþróttamiðstöðvar GKG. Um er að ræða 1.400 fermetra hús sem skiptist í almenna félagsaðstöðu og æfingaaðstöðu. Æfingaaðstaðan verður hin veglegasta og verður búin fullkomnum sveiflugreiningartækjum, golfhermum auk pútt og vippaðstöðu.

Ljóst er að nýja aðstaðan mun gjörbylta öllu starfi GKG og mun gera okkur kleyft að veita GKG kylfingum þjónustu allt árið um kring.

Framkvæmdir munu hefjast strax í febrúar og áætlað er að húsið verði vígt í mars á næsta ári.

Á mynd frá vinstri, Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri Kópavogs, Guðmundur Oddsson formaður GKG og Gunnar Einarsson bæjarstjóri Garðabæjar.