Nettó mótið sem er hluti af Unglingamótaröð GSÍ fór fram á Leirdalsvelli hjá GKG dagana 1.-3. ágúst. Mótið átti upphaflega að fara fram 8.-10. júní en var frestað þar sem sumarið kom afskaplega seint í bæinn.
Alls tóku 120 keppendur þátt sem var haldið í fjórða sinn hjá GKG.
Heildarúrslit mótsins og skor má sjá hér
Mótið gekk mjög vel enda veðrið frábært alla keppnisdaga.
Elsti keppnishópurinn 17-21 árs lék 54 holur og lauk keppni í dag fimmtudag. Sérstök keppni um Nettóbikarinn var leikin í elstu flokkunum, og sigruðu Tómas Eiríksson Hjaltested og Sara Kristinsdóttir en þau voru á lægsta skori stúlku og pilts í 54 holu höggleiknum.
Aðrir keppnishópar, þ.e. 14 ára og yngri og 15-16 ára léku 36 holur á tveimur keppnisdögum, þriðjudag og miðvikudag. Einnig var Nettó Áskorendamótið leikið á fimmtudag, fréttir og úrslit er að finna hér.
Lokahóf var haldið eftir að hver flokkur lauk keppni þar sem boðið var upp á veitingar.
Marinó Már myndasmiður tók myndir sem hægt er að sjá hér.
Einnig var Instagram story í gangi alla dagana á @gkggolf
Keppt var í þremur aldursflokkum pilta og þremur hjá stúlkum og voru úrslitin eftirfarandi:
14 ára og yngri stúlkur
Klúbbur | Hringur 1 | Hringur 2 | Samtals | ||
1 | Erna Steina Eysteinsdóttir | GR | 81 | 75 | 156 |
2 | Bryndís Eva Ágústsdóttir | GA | 79 | 80 | 159 |
3 | Eva Fanney Matthíasdóttir | GKG | 79 | 82 | 161 |
14 ára og yngri strákar
Klúbbur | Hringur 1 | Hringur 2 | Samtals | ||
1 | Arnar Daði Svavarsson | GKG | 72 | 69 | 141 |
2 | Benjamín Snær Valgarðsson | GKG | 74 | 76 | 150 |
3 | Stefán Jökull Bragason | GKG | 74 | 77 | 151 |
15-16 ára stúlkur
Klúbbur | Hringur 1 | Hringur 2 | Samtals | ||
1 | Fjóla Margrét Viðarsdóttir | GS | 74 | 78 | 152 |
T2 | Pamela Ósk Hjaltadóttir | GM | 80 | 77 | 157 |
T2 | Eva Kristinsdóttir | GM | 78 | 79 | 157 |
15-16 ára drengir
Klúbbur | Hringur 1 | Hringur 2 | Samtals | ||
1 | Guðjón Frans Halldórsson | GKG | 68 | 78 | 146 |
2 | Snorri Hjaltason | GKG | 73 | 75 | 148 |
3 | Hafsteinn Thor Guðmundsson | GHD | 79 | 73 | 152 |
17-21 árs Stúlkur
Hringur 1 | Hringur 2 | Hringur 3 | Samtals | |||
1 | Sara Kristinsdóttir | GM | 74 | 76 | 79 | 229 |
2 | Elsa Maren Steinarsdóttir | GL | 77 | 75 | 79 | 231 |
3 | Karen Lind Stefánsdóttir | GKG | 78 | 79 | 79 | 236 |
17-21 árs Drengir
Hringur 1 | Hringur 2 | Hringur 3 | Samtals | |||
1 | Tómas Eiríksson Hjaltested | GR | 74 | 70 | 68 | 212 |
2 | Arnór Tjörvi Þórsson | GR | 72 | 72 | 70 | 214 |
3 | Jóhann Frank Halldórsson | GR | 70 | 76 | 71 | 217 |
Veitt voru nándarverðlaun og voru eftirfarandi næstu holu:
Fyrsta keppnisdag:
4. braut Viktor Breki Kristjánsson 25 cm frá holu.
17. braut Berglind Erla Baldursdóttir 143 cm frá holu
Annan keppnisdag:
4. braut Karen Lind Stefánsdóttir (17-21 árs) 11 cm frá holu
17. braut Tinna Alexía Harðardóttir (U14) 62 cm frá holu
Við óskum verðlaunahöfum til hamingju með árangurinn og þökkum keppendum öllum fyrir þátttökuna.