Sara og Tómas tryggðu sér Nettóbikarana!

Nettó mótið sem er hluti af Unglingamótaröð GSÍ fór fram á Leirdalsvelli hjá GKG dagana 1.-3. ágúst. Mótið átti upphaflega að fara fram 8.-10. júní en var frestað þar sem sumarið kom afskaplega seint í bæinn.

Alls tóku 120 keppendur þátt sem var haldið í fjórða sinn hjá GKG.

Heildarúrslit mótsins og skor má sjá hér

Mótið gekk mjög vel enda veðrið frábært alla keppnisdaga. 

Elsti keppnishópurinn 17-21 árs lék 54 holur og lauk keppni í dag fimmtudag. Sérstök keppni um Nettóbikarinn var leikin í elstu flokkunum, og sigruðu Tómas Eiríksson Hjaltested og Sara Kristinsdóttir en þau voru á lægsta skori stúlku og pilts í 54 holu höggleiknum.

Aðrir keppnishópar, þ.e. 14 ára og yngri og 15-16 ára léku 36 holur á tveimur keppnisdögum, þriðjudag og miðvikudag. Einnig var Nettó Áskorendamótið leikið á fimmtudag, fréttir og úrslit er að finna hér.

Lokahóf var haldið eftir að hver flokkur lauk keppni þar sem boðið var upp á veitingar. 

Marinó Már myndasmiður tók myndir sem hægt er að sjá hér.

Einnig var Instagram story í gangi alla dagana á @gkggolf

Keppt var í þremur aldursflokkum pilta og þremur hjá stúlkum og voru úrslitin eftirfarandi:

14 ára og yngri stúlkur

    Klúbbur Hringur 1 Hringur 2 Samtals
1 Erna Steina Eysteinsdóttir GR 81 75 156
2 Bryndís Eva Ágústsdóttir GA 79 80 159
3 Eva Fanney Matthíasdóttir GKG 79 82 161

Frá vinstri: Úlfar, Bryndís Eva, Erna Steina, Eva Fanney, Aron Snær

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

14 ára og yngri strákar

    Klúbbur Hringur 1 Hringur 2 Samtals
1 Arnar Daði Svavarsson GKG 72 69 141
2 Benjamín Snær Valgarðsson GKG 74 76 150
3 Stefán Jökull Bragason GKG 74 77 151

Stefán Jökull, Arnar Daði, Benjamín Snær

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

15-16 ára stúlkur

    Klúbbur Hringur 1 Hringur 2 Samtals
1 Fjóla Margrét Viðarsdóttir GS 74 78 152
T2 Pamela Ósk Hjaltadóttir GM 80 77 157
T2 Eva Kristinsdóttir GM 78 79 157

Pamela Ósk, Fjóla Margrét, Eva, Ásta Kristín

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

15-16 ára drengir

    Klúbbur Hringur 1 Hringur 2 Samtals
1 Guðjón Frans Halldórsson GKG 68 78 146
2 Snorri Hjaltason GKG 73 75 148
3 Hafsteinn Thor Guðmundsson GHD 79 73 152

 

Snorri, Guðjón Frans, Hafsteinn Thor

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

17-21 árs Stúlkur

      Hringur 1 Hringur 2 Hringur 3 Samtals
1 Sara Kristinsdóttir GM 74 76 79 229
2 Elsa Maren Steinarsdóttir GL 77 75 79 231
3 Karen Lind Stefánsdóttir GKG 78 79 79 236

Elsa Maren, Sara, Karen Lind

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

17-21 árs Drengir

      Hringur 1 Hringur 2 Hringur 3 Samtals
1 Tómas Eiríksson Hjaltested GR 74 70 68 212
2 Arnór Tjörvi Þórsson GR 72 72 70 214
3 Jóhann Frank Halldórsson GR 70 76 71 217

 

Arnór Tjörvi, Tómas, Jóhann Frank

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Veitt voru nándarverðlaun og voru eftirfarandi næstu holu:

Fyrsta keppnisdag:
4. braut Viktor Breki Kristjánsson 25 cm frá holu.
17. braut Berglind Erla Baldursdóttir 143 cm frá holu

Annan keppnisdag:
4. braut Karen Lind Stefánsdóttir (17-21 árs) 11 cm frá holu
17. braut Tinna Alexía Harðardóttir (U14) 62 cm frá holu

Við óskum verðlaunahöfum til hamingju með árangurinn og þökkum keppendum öllum fyrir þátttökuna.

 

 

 

 

 

Share This Story, Choose Your Platform!

Go to Top