Heil og sæl kæru meðlimir GKG

Nú þegar haustið húmar að, þá fyllumst við eftirvæntingu þegar við horfum til þeirra verkefna sem framundan eru á golfvellinum. Hugsanlega munuð þið taka eftir ýmis konar breytingum á okkar vallarsvæði, bæði til skemmri og lengri tíma.

Á þessum árstíma er gott að líta yfir nýliðið tímabil og hugleiða hvað gekk vel og verður viðhaldið og byggt á á næsta ári. Að sama skapi, hvað gekk ekki jafn vel og þarfnast skoðunar vegna næstu tímabila. Persónulega hlakka ég mikið til þessa árstíma.

Hlutir sem vert er að fylgjast með: Cirrus Pro uppfærslur

Á næstunni mun uppsetningu á ICM einingum í alla vatnsúðara (e. sprinklers) ljúka. Það eru 197 ICM einingar sem þarf að setja upp. Eins og staðan er núna eru 55 einingar eftir til að fullklára verkið.

Hvers vegna er þörf á að uppfæra allt vatnsúðarakerfið okkar?

  • Ástæðan er aukin skilvirkni, að minnka tíma sem fer í að greina vandamál tengd vírum. Hægt er að greina hvers kyns ICM vandamál og einangra við tiltekinn úðara. Straumtap, ICM bilun, misræmi í straumi á hverja tiltekna snúningsvél (e. rotor).

Sem stendur getur einn afkóðari stöðvað alla vatnsáveitu, sem gerir það að verkum að leita þarf vandlega að afkóðaranum eða vírnum sem er bilaður. Slíkt getur tekið marga klukkutíma.

Það geta verið margar ástæður fyrir bilun í snúningsvél, en með tafarlausri endurgjöf og skýrslu á hverjum morgni þar sem snúningsvélin „skráir sig inn“ þá getum við brugðist betur við því sem kemur upp.

Þetta mun einnig gera okkur kleift að að einangra tilfellið við ákveðinn snúningsvél, á meðan aðrir halda sinni áætlun.

  • Fjaraðgangur, hvar sem er í heiminum, til að stjórna og breyta áætlunum og virkja hverja snúningsvél fyrir sig. Þetta verður afar nytsamlegt þegar veðuraðstæður verða slæmar. Á sáningartímabili er hægt að virkja vökvun þegar starfsmaður fer af flötinni.
  • Nákvæmari vökvun. Með því að skoða boga vökvunar og úðun, kraft, leka, stúta og fleira um leið og við þræðum völlinn, þá er vökvunarkerfið í skoðun og upplýsingar skráðar í Cirrus kerfinu. Þetta hefur allt áhrif á flæðisgögnin. Cirrus stillir flæðið í hverri snúningsvél þannig að vökvun verður nákvæmari.
  • Ef snúningsvélar virka illa er hætta á að dreifing verði allt að 5 metrum minni en ella, sem leiðir af sér of mikla vökvun á einu svæði og þurrk á öðru. Við náum ekki jöfnum flötum ef mismunur er í jafn mikilvægu atriði eins og vökvun.
  • Tafarlaus stuðningur frá Rainbird GSP. Ef einhverjar bilanir eða uppfærslur koma upp þá aðstoðar Rainbird hratt og örugglega.

Snör viðbrögð eru oft lykilatriði og er því gott samstarf við framleiðanda mjög áríðandi. Einnig þegar kemur að þróun vara sem henta okkar starfssemi.

Cirrus er stærsta vélin sem við höfum á vellinum okkar. Án góðra viðhaldsvenja og reglulegra yfirferða og uppfærslna, eigum við á hættu að kerfið vinni ekki fyrir okkur, heldur gegn okkur.

Of mikil eða of lítil vökvun getur haft verulega skaðleg áhrif á grasþekjuna. Í stöðugri viðleitni okkar til að bæta gæði flata á vellinum, er þetta skref sem er þess virði að taka; að fjárfesta í tíma, vinnu, þekkingu og orku í vökvunarkerfið okkar.

Ég hlakka til að sjá ykkur á vellinum á þeim tíma sem eftir er af þessu golftímabili.

Einnig vil ég þakka öllum kylfingum sem hafa tekið sér tíma til að kynna sig og spyrja spurninga.

Bestu kveðjur, Kate Stillwell

 

Hér fyrir neðan er textinn á ensku:

Greenkeepers Corner September

Good day, from the greenkeepers at GKG.

Winding down into winter now, it is with great excitement we can look forwards to some of the projects out on course taking place. Where potentially you can look forwards to impact being felt on a range of area’s throughout the site. Both instantly and for years to come.

It is also at this time of year, we look to reflect back on the season, and consider what went well this year and will be carried on to next year. Conversely, what did not work so well and requires some refining in future seasons. I very much personally look forwards to this time of year.

Things to look out for,

Cirrus Pro Updates

During the coming week we will be concluding the installation of new ICM modules to each greens irrigation rotor. There are 197 ICM modules to install. At this present moment in time, we have 55 left to install.
Why update our Irrigation system?

  • Efficiency, time spent troubleshooting wire path issues. Any ICM problems can individually be detected and isolated to a particular sprinkler. Loss in current, ICM malfunction, discrepancies in current to each individual rotor.
    At present, one decoder can, and will halt all irrigation. This results in a

 carefully planned search, of the cable paths around the course, to locate the decoder, or line, that has been compromised or is at fault. This can take many hours.

There can be a number of issues within a rotor, but having instant feedback and a report each morning, whereby a rotor “Checks In” We will be ahead of any issues. This will also allow for one rotor to be isolated , whilst the programs scheduled continue without interruption.

  • Remote access, from anywhere in the world. To control and edit programs and activate individual rotors. This becomes incredibly useful when unforeseen weather is inclement. Or during fertilizing, irrigation can be activated on departing that green.
  • Precision irrigation, by checking arc’s, curtain throw, levels, leaks, nozzles and more as we progress around the course, the irrigation system is being audited and information is being logged and stored within Cirrus. This all effect the flow data. Cirrus adjusts the flow to each rotor and allows for precision irrigation.
    With ill preforming rotors, we can be loosing coverage of up to 5 meters, allowing over watering in some area’s and draught in other’s. We can not hope to achieve a uniformed playing surface if the turf is not being maintained as we expect it to be.
  • Instant support from Rainbird GSP support. With any issues or updates required Rainbird offers support throughout and a fast response to any issues. Understanding speed is often of the essence, a positive working relationship with the people who have created the programs we use and can further add to improvements yearly is of huge benefit to us as a club. Creating and adapting products to work for us.

Cirrus is the largest machine we have on our course. Without good maintenance practices and regular checks and updates, we will have a system which is not working for us, further, against us.
Over or under irrigating of any area can be hugely detrimental to the turf. In our constant goal to improve the quality of surfaces on our course, it is a step worth taking, to invest time, effort, knowledge and energy into our irrigation system.

I look forwards to seeing you all on course throughout the remaining time we have left of this years outdoor golfing season.
Also a kind word of thanks, to all the golfers who have kindly taken the time already to introduce themselves and ask questions.
All the best,
Kate Stillwell