Sigmundur Einar Másson, afrekskylfingur GKG, tekur nú þátt í opna breska áhugamannamótinu en það er eitt allra stærsta áhugamannamót í heimi. Sigmundur, eða Simmi eins og við GKG-ingar þekkjum hann, spilaði flott golf í dag og kom inn á tveimur högggum undir pari. Hann er sem stendur í 42.sæti ásamt nokkrum öðrum kylfingum. Reyndar er erfitt að átta sig á stöðunni því mótið fer fram á tveimur völlum og því erfitt að gera sér nákvæma grein fyrir hvernig menn standa. Það kemur betur í ljós á morgun, þegar kylfingarnir skipta um völl og leika aðrar 18 holur. Eftir það er skorið niður í 64 þáttakendur og leika þeir holukeppni uns einn meistari stendur eftir.
Nú er um að gera að senda Simma góða strauma og vona að hann spili vel á morgun og tryggi sig inn í holukeppnina, það væri frábær árangur.