Tveir kylfingar úr GKG voru í hópi þeirra 10 sem komu til greina sem íþróttamaður Garðabæjar fyrir árið 2006. Það voru þeir Birgir Leifur Hafþórsson og Sigmundur Einar Másson.
Íþrótta- og tómstundaráð Garðabæjar tilnefndi síðan sex íþróttamenn sem útnefndir voru til kjörsins og var Sigmundur Einar þar á meðal. Útnefning íþróttamanns Garðabæjar fer fram árlega og fór athöfnin fram í veislusal Fjölbrautarskólans klukkan 14:00 í dag. Mikill mannfjöldi var samankominn. Íþróttamaður Garðabæjar 2006 var kjörin Ragnheiður Ragnarsdóttir úr KR.
Fjöldi kylfinga úr GKG fengu viðurkenningar bæði fyrir árangur sinn á árinu svo og fyrir þátttöku í landsliðum íslands.
Eftir athöfnina bauð Garðabær upp á flatkökur, pönnukökur og gríðarlega stóra sérskreytta súkkulaðiköku sérmerkta íþróttamanni ársins.