Um helgina fór fram fyrsta mótið í Eimskipsmótaröðinni, mótaröð þeirra bestu á Íslandi. Mótið var haldið á Garðavelli á Akranesi, við erfiðar aðstæður, en mikill vindur geisaði á meðan mótinu stóð.
Sigmundur Einar Másson (Simmi), náði besta árangri okkar fólks, en hann hafnað í 4. sæti. Einnig náðu góðum árangri Ragnar Már Garðarsson (8.-10. sæti), Kjartan Dór Kjartansson (11.-13. sæti) og Aron Snær Júlíusson (14. sæti). Í kvennaflokki náði Gunnhildur Kristjánsdóttir 7.-8. sæti, Ingunn Gunnarsdóttir 10. sæti, og Særós Eva Óskarsdóttir 11. sæti. Gaman að sjá hversu vel okkar ungu kylfingar eru að stimpla sig inn í Eimskipsmótaröðina, eftir frábært gengi í seinustu viku á Íslandsbankamótaröð unglinga.
Úrslit urðu eftirfarandi:
Lokastaða í karlaflokki.
1. Axel Bóasson GK-70-74-78=222 högg
2. Guðmundur Ágúst Kristjánsson GR-72-77-75=224 högg
3. Haraldur Franklín Magnús GR-76-74-75=225 högg
4. Sigmundur Einar Másson GKG-75-74-78=227 högg
5.-6. Rúnar Arnórsson GK-76-74-79=229 högg
5.-6. Arnar Snær Hákonarson GR -76-72-81=229 högg
Loka staða í kvennaflokki:
1. Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK-73-79-77=229 högg
2. Sunna Víðisdóttir, GR-78-75-81=234 högg
3. Tinna Jóhannsdóttir, GK-75-78-83=236 högg
4. Anna Sólveig Snorradóttir, GK-77-80-82=239 högg
5. Ragnhildur Kristinsdóttir, GR-77-80-82=239 högg
Nánari upplýsingar um úrslit er að finna á golf.is
Um næstu helgi verða unglingarnir okkar í baráttunni á Íslandsbankamótaröð unglinga á Hellu og Áskorendamótaröð Íslandsbanka á Hellishólum.