TIL HAMINGJU SIMMI !!!

Sigmundur Einar Másson klúbbmeistari okkar í GKG tryggði sér Íslandsmeistaratitil í höggleik í dag með 7 högga mun.

Sigmundur tók forystu á fyrsta degi og hélt henni nokkuð örugglega allan tímann. Sigmundur varð fyrst Íslandsmeistari árið 2000 á Urriðavatnsvelli, þá 17 ára, og sama ár með sveit GKG í flokki unglinga 16 – 18 ára. Þá var hann í sigursveit GKG sem sigraði sveitakeppnina árið 2004. Sigmundur er verðugur handhafi þessa titils.

Sigmundur stundar nám hjá McNeese University í Louisiana í Bandaríkjunum.  Þar er hann fastamaður í keppnisliði skólans en Kjartan Dór Kjartansson stundar þar einnig nám.

Á myndinni (www.kylfingur.is) má sjá Sigmund Einar ásamt kærustunni sinni sem heitir Hannah Bagwell frá Vidor í Texas en hún spilar golf hjá McNeese University líka.

Við óskum Sigmundi að sjálfsögðu til hamingju með þennan frábæra árangur.