Sigmundur Einar Másson, afrekskylfingur GKG, er núna að spila á öðrum hring í sínu síðasta háskólamóti fyrir háskólann sinn McNeese State University.
Sigmundur spilaði fyrsta hringinn í gær og gekk þokkalega, hann var að slá vel með járnunum en átti erfitt með stutta spilið enda mjög hvasst og aðstæður erfiðar. Aðstæðurnar sýndu sig á skori leikmanna en enginn náði að leika undir pari vallar. Sigmundur kom á endanum inn á 74 höggum eða 2 höggum yfir pari vallar og er því í toppbaráttunni.
Þegar þetta er skrifað er okkar maður búinn með 6 holur á öðrum hring og hefur honum gengið vel hingað til, en tveir fuglar og einn skolli þýða að hann er á einum undir pari og því í hörku toppbaráttu. Fylgist með Simma hér á gkg.is eða með því að smella á eftirfarandi hlekki.