Sigmundur Einar Másson, afrekskylfingur GKG, tekur nú þátt í Evrópumóti áhugamanna sem fram fer á Nick Faldo vellinum í Þýskalandi. Mótið er eitt allra stærsta áhugamannamót í Evrópu og fær sigurvegarinn t.d. þátttökurétt á Opna breska, en Rory Mcilroy vann einmitt mótið í fyrra og komst þannig á Carnoustie í júlí þar sem frammistaða hans er mörgum enn í fersku minni.

Fyrsti hringurinn var spilaður að hluta til í dag, en einhverra hluta vegna þurfti að hætta leik fyrr en áætlað var. Sigmundur var einn af þeim kylfingum sem ekki náðu að klára, hann endaði eftir 16. holu og var á einu höggi yfir pari, jafn öðrum í 33. sæti. Efsti maður er fimm undir pari, en hann náði að klára í dag. Þetta er fín byrjun hjá Simma okkar og vonandi að hann nái að vinna sig upp listann á næstu dögum. Áfram Simmi!


Smellið hér til að skoða stöðuna í mótinu