Sigmundur EInar Másson og Eygló Myrra Óskarsdóttir eru klúbbmeistarar GKG árið 2006. Sigmundur Einar endaði hringina 4 á 283. höggum, 2. höggum á undan Ottó Sigurðssyni sem var á 285 höggum. Valgeir Tómasson og Kjartan Dór Kjartansson háðu bráðabana um 3. sætið sem Kjartan Dór vann að lokum.

Eygló Myrra marði sigur yfir klúbbmeistara síðasta árs Maríu Málfríði Guðnadóttur með 4 höggum og var spennan mikil fram á síðustu holu. Eygló hafði þó sigur að lokum. Ingunn Gunnarsdóttir varð síðan í 3. sæti og Guðfinna Halldórsdóttir sem varð klúbbmeistari 2004 endaði í 4. sætinu.

1 Eygló Myrra Óskarsdóttir GKG 77 80 89 84 330
2 María Málfríður Guðnadóttir GKG 82 87 82 83 334
3 Ingunn Gunnarsdóttir GKG 86 89 81 86 342
4 Guðfinna Halldórsdóttir GKG 88 94 85 89 356

1 Sigmundur Einar Másson GKG 69 74 68 72 283
2 Ottó Sigurðsson GKG 68 74 72 71 285
3 Valgeir Tómasson GKG 72 70 74 71 287
4 Kjartan Dór Kjartansson GKG 67 72 73 75 287