Í gær, þriðjudag, hófst European Championship í Skotalandi og eigum við fjóra unga og efnilega kylfinga í mótinu. Það eru þau Sigurður Arnar Garðarsson GKG, Flosi Valgeir Jakobsson GKG, Kjartan Óskar Guðmundsson NK og Elísabet Ágústsdóttir GKG.

Sigurður Arnar lék best af Íslendingunum en hann leiðir 14 ára flokkinn eftir að hafa leikið á einu höggi undir pari. Frábær hringur hjá stráknum en mikill vindur á svæðinu gerði kylfingum erfitt fyrir.

Flosi Valgeir leikur í 13 ára flokknum og er hann jafn í 14. sæti eftir að hafa leikið fyrsta hringinn á 8 höggum yfir pari. Kjartan Óskar lék einnig á 8 höggum yfir pari og er í 18. sæti í 14 ára flokknum, sama flokki og Sigurður leikur í. Elísabet fékk svokallaða draumabyrjun en hún fékk örn á 2. holu en náði því miður ekki að fylgja því eftir og endaði hringinn á 14 höggum yfir pari. Hún er í 8. sæti í 15-18 ára flokknum.

Annar hringur mótsins hefst í dag en hægt verður að fylgjast með krökkunum hér.

Heimild: kylfingur.is