Sigurður Arnar Garðarsson og Elísabet Ágústsdóttir, kylfingar úr GKG, hefja keppni í dag á US Kids Evrópumótinu í Skotlandi. Leiknir verða þrír hringir og ráðast úrslitin því á fimmtudag. Einnig leika á mótinu Ólöf María Einarsdóttir GHD, Arnór Snær Guðmundsson GHD, Kristófer Karl Karlsson GM og Kjartan Óskar Guðmundsson NK.

Eftir fyrsta hring í dag var Sigurður á 74 höggum og er í 11. sæti (13 ára). Elísabet lék á 84 höggum og er í 2. sæti, en Ólöf María lék höggi betur og er í 1. sæti (15-18 ára stúlkur).

Gaman verður að fylgjast með þeim en það er hægt að gera hér.

Á mynd frá vinstri: Arnór, Sigurður, Elísabet, Ólöf María, Kristófer og Kjartan.