Íslandsmóti unglinga í höggleik lauk í kvöld á Korpúlfsstaðarvelli. Keppt var í þremur aldursflokkum hjá báðum kynjum, 14 ára og yngri, 15–16 ára og 17–18 ára.
GKG eignaðist tvo Íslandsmeistara, þá Sigurð Arnar Garðarsson í flokki 14 ára og yngri drengja og Hlyn Bergsson í flokki 17-18 ára pilta. Hulda Clara Gestsdóttir náði 3. sæti í flokki 14 ára og yngri stúlkna. Frábær árangur hjá okkar fólki og erum við svo sannarlega stolt af þeim! Alls kepptu 21 kylfingur frá GKG og var gaman að sjá breiðan hóp kylfinga frá okkur keppa á mótinu. Framtíðin er svo sannarlega björt í GKG.
Þeir sem skipuðu verðlaunasæti í mótinu voru eftirfarandi.
17 –18 ára kvk:
1. Ragnhildur Kristinsdóttir, GR 228 högg (79-71-78) (+12)
2. Saga Traustadóttir, GR 228 högg (76-76-76) (+12)
*Ragnhildur sigraði eftir þriggja holu umspil.
3. Sigurlaug Rún Jónsdóttir, GK 236 högg (75-79-82) (+20)
17 – 18 ára kk:
1. Hlynur Bergsson, GKG 224 högg (75-71-78) (+8)
2. Hákon Örn Magnússon, GR 225 högg (77-75-73) (+9)
3. Henning Darri Þórðarson, GK 225 högg (78-74-73) (+9)
4. Eggert Kristján Kristmundsson, GR 225 högg (74-74-77)(+9)
*Hákon hafði betur í bráðabana um annað sætið og Henning varð þriðji.
15–16 ára kvk:
1. Ólöf María Einarsdóttir, GHD 238 högg (79-79-80) (+22)
2. Gerður Hrönn Ragnarsdóttir, GR 250 högg (80-84-86) (+34)
3. Zuzanna Korpak, GS 261 högg (82-90-89) (+45)
15 – 16 ára kk:
1. Ingvar Andri Magnússon, GR 225 högg (73-77-75) (+9)
2. Kristján Benedikt Sveinsson, GA 226 högg (68-76-82) (+10)
3. Arnór Snær Guðmundsson, GHD 227 högg (77-73-77) (+11)
14 ára og yngri kvk:
1. Andrea Ýr Ásmundsdóttir, GA 253 högg (84-83-86) (+37)
2. Kinga Korpak, GS 253 högg (80-82-91) (+37)
*Andrea sigraði eftir þriggja holu umspil.
3. Hulda Clara Gestsdóttir, GKG 260 högg (89-84-87) (+44)
14 og yngri kk:
1. Sigurður Arnar Garðarsson, GKG 223 högg (74-74-75) (+7)
2. Kristófer Karl Karlsson, GM 225 högg (74-75-76)225 (+9)
3. Andri Már Guðmundsson, GM 226 högg (76-77-73) (+10)

Frá vinstri: Hulda, Sigurður, Hlynur
Forsíðumynd (kylfingur.is): Sigurður, Hlynur, Ingvar, Ragnhildur, Ólöf, Andrea.