Sigurður og Flosi stóðu sig vel í Skotlandi

Home/Fréttir/Fréttir af unglingastarfi/Sigurður og Flosi stóðu sig vel í Skotlandi

Sigurður og Flosi stóðu sig vel í Skotlandi

Tveir af okkar ungu og efnilegu kylfingum úr GKG, þeir Sigurður Arnar Garðarsson, 15 ára, og Flosi Valgeir Jakobsson, 14 ára, luku keppni í dag á US Kids mótaröðinni á Gullane vellinum í Skotlandi. 

Sigurður Arnar endaði í 4. sæti, lék einstaklega vel lokahringinn á einu höggi undir pari, eða 71 höggi. Fyrstu tvo lék hann á 76 og 75. Frábær árangur hjá Flosa.

Flosi Valgeir stóð sig einnig mjög vel, lék á 83, 74, 80 og endaði í 23. sæti.

Aðstæður voru erfiðar allt mótið, mikill vindur eins og títt er í Skotlandi.

Hér er hægt að skoða úrslit mótsins.

 

 

By |01.06.2017|