Sigurpáll Geir Sveinsson hefur verið ráðinn til GKG sem golfkennari og verður megin hlutverk hans að efla kennslu og þjónustuframboð til hins almenna kylfings samráði við Íþróttastjóra GKG Úlfar Jónsson. Sigurpáll mun jafnframt aðstoða þjálfarateymi GKG við afreksþjálfun.

Að sögn Úlfars Jónssonar íþróttastjóra GKG, þá hefur aðstaðan verið með þeim hætti að við höfum ekki getað sinnt hinum almenna kylfingi sem skildi. Með nýrri íþróttamiðstöð gjörbreytast allar forsendur og munum við í vetur búa til hnitmiðuð prógröm fyrir hinn almenna kylfing og er ráðning Sigga Palla lykilþáttur í þeirri vegferð. Siggi Palli er jafnframt kærkomin viðbót í þjálfarateymi GKG og mun reynsla hans sem afreksþjálfara nýtast okkur vel.

„Ég hlakka mikið til að takast á við ný og spennandi verkefni hjá GKG“ segir Sigurpáll, „golfheimurinn er að fara í gegnum mikla tæknibyltingu þessi árin og GKG er að mínu mati í algjörum fararbroddi hér á Íslandi í þeim málum.“ Sigurpáll bætir við að með sveiflugreiningartækjum á borð við TrackMan sé hægt að nýta inniaðstöðu með allt öðrum hætti en áður tíðkaðist. Annars vegar er hægt að vinna í sveiflunni og nýta allar þær upplýsingar sem TrackMan gefur, hins vegar er hægt að spila golf í hermunum yfir veturinn sem eykur skemmtanagildið til muna.

Þau verkefni sem um ræðir eru meðal annars.

  • Almenn kennsla
    • Með og án Trackman
    • Persónumiðaða kennslu sem spannar alla þætti golfsins
    • Hópakennslu
  • Þema bundinni kennslu og námskeiðum
    • Stutta spilið, pútt, sveifla
    • Trackman – boltaflug
    • Golf reglurnar ( í samráði við dómara )
    • Leikskipulag
    • Nýliðanámskeið
    • Golfsálfræði
    • Styrktaræfingar fyrir golf
  • Golfakademia GKG
    • Einingabundin námskeiðasería sem endar með diplómu

Sigurpáll hefur störf hjá GKG í nóvember og verða framangreind námskeið auglýst nánar á næstu vikum.