VöllurinnSigurður Rúnar Ólafsson afrekskylfingur úr GKG sigraði um helgina á púttmóti sem fram fór í Sporthúsinu Kópavogi. Sigurður lék 2×18 holur og endaði á 59 höggum eða 13 undir pari. Sigurður er búinn að æfa vel í vetur með afrekskylfingum GKG í Sporthúsinu og er greinilega að pútta vel þessa dagana. Við óskum Sigurði hjartanlega til hamingju með sigurinn en að launum hlaut hann Evrópuferð með Icelandair.

 

Frábært framtak hjá Sporthúsinu og Kylfingi.is