Dagana 6. – 12. Júlí fer fram Meistaramót GKG á Vífilstaðavelli. Hér eru nokkur atriði sem vert að taka fram í tilefni af því:
Þar sem að kennarar klúbbsins verða uppteknir við undirbúning og þátttöku í mótinu falla niður allar sumaræfingar þessa vikuna. Æfingar hefjast aftur á fullu mánudaginn 14. Júlí. Krakkarnir eru að sjálfsögðu hvattir til þess að taka þátt í mótinu, sem og að Mýrin og æfingasvæðið verða að sjálfsögðu opin til æfinga.
Neðri pallurinn á nýja púttgríninu verður opnaður á meðan meistaramótinu stendur. Grínið er ekki komið í frábært stand enn, en ákveðið hefur verið að opna það þessa meistaramótsvikuna og gefa kylfingum kost á að æfa strokuna fyrir hring.
Nýjar viðbætur við golfreglurnar tóku gildi í janúar 2008. GSÍ hefur endurútgefið reglubók sína og er hún nú komin út og hægt að fá ókeypis í golfskála GKG. Við hvetjum alla kylfinga til að næla sér í eintak, sérstaklega svona rétt fyrir meistaramót en reynt gæti á nokkur ný ákvæði í mótinu.