Sjöunda púttmóti barna og unglinga lauk um helgina, og fór það fram í nýrri Íþróttamiðstöð GKG. Greinilegt var að krakkarnir voru spenntir fyrir því að reyna við nýju flötina, enda var metþátttaka. Alls púttuðu 42 ungir kylfingar. Meira landslag er í nýju flötinni og brautirnar lengri en oftast í Kórnum, og því um raunverulegri aðstæður að ræða. Án efa mun þessi flöt hjálpa kylfingum að ná betri árangri á flötunum.
Alls verða 9 mót í vetur, og telja bestu 4 mótin í heildarkeppninni, en veitt verða einnig verðlaun fyrir bestu mætinguna. Hægt er að sjá árangur efstu í hverjum flokki hér fyrir neðan, en til að sjá úrslit allra keppenda smellið hér. Ef þið sjáið einhverjar rangfærslur þá sendið póst á ulfar@gkg.is
Athugið að næsta mót verður núna á næsta laugardag, 23. apríl – í Íþróttamiðstöðinni. Hægt er að hefja leik milli 11-12:45 og er þátttaka ávallt ókeypis. Það er líka sjálfsagt að bjóða vini/vinkonu með og prófa að taka pútthring.
12 ára og yngri stelpur 04 og síðar 16.apr
Bjarney Ósk 36
Birgitta 39
Karen Lind 41
12 ára og yngri strákar 04 og síðar 16.apr
Óliver Elís 30
Róbert Leó 33
Jóhannes Sturluson 35
13-16 ára stelpur 03-00 16.apr
Hulda Clara 29
María Björk 33
Eva María 33
13-16 ára strákar 03-00 16.apr
Flosi 32
Magnús Friðrik 33
Vilhjálmur E 33
17 ára og eldri strákar 99 og fyrr 16.apr
Sólon Baldvin 34