Af gefnu tilefni skal það tekið fram að rástímaskráning á Vífilsstaðavöll næstu daga á www.golf.is er eingöngu ætluð þeim sem ætla sér að spila 18 holur og leika framtíðarvöll GKG. þ.e. 1.,2. og 3. braut á Vífilsstaðavelli þá Leirdalsvöll og að lokum 4., 5., 15., 16., 17. og 18. braut á Vífilsstaðavelli, samtals PAR 71.
10. teigur mun þá þjóna sem fyrsti rásteigur á 9 holu velli fram að því. Komið verður fyrir botlastandi eins og var notaður á árum áður og raðast þá út á þann völl eftir “Fyrstir koma fyrstir fá”. Ekki veður hægt að bóka rástíma á 9 holu völlinn. Brautarskipulag 9 holu vallarins verður (m.v. núverandi númer); 10, 11, 12, 13, 14, 6, 7, 8 og 9. Sem geri samtals PAR 34.
Þar sem ekki er búið að vallarmeta Leirdalshluta vallarins er ekki hægt að leika “stóra völlinn” né 9 holu völlinn til forgjafar.
Rétt er að taka fram að opnun Leirdalsvallar er tímabundin og áætlað að hafa þetta skipulag fram í næstu. Það er von okkar félagsmenn svo og aðrir kylfingar hafi gaman að þessu skipulagi.