Minningarmót til styrktar íþrótta- og afrekssviði GKG verður haldið á Leirdalsvelli GKG laugardaginn 8. september. Í mótinu höldum við sérstaklega uppi minningu þeirra Jóns Ólafssonar, Ólafs E. Ólafssonar og Konný Hansen sem áttu drjúgan þátt í að gera GKG að því sem klúbburinn er í dag.
Keppnisfyrirkomulag:
Mótið er punktamót og er hámarksforgjöf 24 hjá körlum og 28 hjá konum. Keppt er í karla- og kvennaflokki. Glæsileg verðlaun eru fyrir 3 efstu sætin í báðum flokkum og eru nándarverðlaun á öllum par 3 holum.
Ný verðlaun verða í þessu móti sem nefnast „iss ég bara bara næstu“ verðlaunin. Þeir aðilar sem fá skolla eða meira á 15. holu og para þá 16. fara í pott sem dregið verður úr og mun sá eða sú heppna fá glæsileg verðlaun frá N1, Nóa Síríus og ölgerðinni.
Dregið verður úr skorkortum við verðlaunaafhendingu sem hefst kl. 19:00. Meðal annars verður dregið út gjafabréf með flugfarseðil fyrir einn til einhvers af áfangastöðum Icelandair í Evrópu.
Punktakeppni (veitt verðlaun í bæði karla- og kvennaflokki):
- sæti: Ecco skór, glaðningur frá ISAM, ostakarfa frá MS, glaðningur frá Ölgerðinni og eignarbikar.
- sæti: 15 þúsund króna inneign hjá N1, ostakarfa frá MS, glaðningur frá Ölgerðinni og eignabikar.
- sæti: 10 þúsund króna inneign hjá N1, glaðningur frá Ölgerðinni og eignabikar.
Veitt verða nándarverðlaun á öllum holum (á flöt):
Ath. Þeir sem eru dregnir út verða að vera á staðnum til að hljóta vinninginn. Þeir sem hafa þegar unnið til verðlauna eru ekki gjaldgengir í útdráttarverðlaun. Kylfingar þurfa að hafa náð 20 ára aldri til þess að taka við áfengisverðlaunum.
Ef allir keppendur mótsins ljúka leik undir 4 klst og 30 mínútum þá verður dregin út 200 þúsund króna inneignanóta hjá VITAgolf til Spánar eða Portúgal.
Verð 5.900 kr
Hlökkum til að sjá ykkur,
Íþrótta- og afreksnefnd GKG