Skráning á sumaræfingar barna og unglinga, sem eru félagar í GKG, er hafin og má sjá æfingatöfluna með því að smella hér. Þessi tafla gildir frá 6. júní – 19. ágúst. Vonandi henta tímasetningarnar sem flestum. Æfingar verða þrisvar í viku, þ.e. 3×1 klst.
Stuttar lýsingar á markmiðum æfinga og aldursskiptingu er hægt að lesa hér.
Skráning fer fram með því að smella hér.
Skráningum lýkur 29. maí, en hægt verður þó að skrá áfram ef laus pláss eru í hópa.
Skráningargjald fyrir sumaræfingarnar er kr. 12.000 og gildir það fyrir æfingar til 16. september, en ný æfingatafla tekur við 22. ágúst þegar skólar hefjast.
Gott er að skrifa í athugasemdadálkinn ef óskað er eftir að fara í sérstakan hóp innan aldursflokksins eða ef vinir/vinkonur vilja æfa saman. Ef þátttakandi er með forgjöf vinsamlegast setjið rétta forgjöf í þann reit. Við munum reyna að verða við óskum eftir fremsta megni, en verðum þó að virða hópastærðir.
Til að fá nánari upplýsingar vinsamlegast hafið samband við undirritaðan í síma 862 9204 milli 08:30-12:30 virka daga, eða senda tölvupóst á ulfar@gkg.is
Bestu kveðjur,
Úlfar Jónsson
Íþróttastjóri GKG