Nú liggur fyrir skipulag vetraæfinga hjá börnum og unglingum GKG veturinn 2008-2009 og má skoða æfingatöfluna í heild á heimasíðunni hér.
Æfingagjöld verða innheimt í vetur líkt og síðastliðinn vetur. Gjaldið er kr. 22.000.- fyrir þá sem æfa tvisvar í viku og 33.000.- fyrir þá sem æfa þrisvar í viku eða oftar.
Skráning fer fram með því að smella hérna og er opið fyrir skráninguna til loka sunnudagsins 26. október n.k. en æfingar hefjast síðan í byrjun nóvember. Við hvetjum alla til þess að taka þátt, vera dugleg að æfa sig í vetur og koma enn sterkari til leiks næsta sumar. Allar nánari upplýsingar veitir íþróttastjóri GKG, Úlfar Jónsson, ulfar@gkg.is This email address is being protected from spam bots, you need Javascript enabled to view it og formaður unglinganefndar GKG, Gunnar Jónsson, gunnar@law.is This email address is being protected from spam bots, you need Javascript enabled to view it .