Uppfært 12.5

Þegar uppselt á námskeiðin hjá Sigurpáli. En við bendum á námskeið á fimmtudögum hjá Hlöðveri sem hefjast 25.5. Í boði eru tímar frá 18-19; 19-20 og 20-21.

Fjögurra skipta hópnámskeið hjá Sigurpáli Geir Sveinssyni hefst 22. maí, en á námskeiðunum er lögð áhersla á grunnatriðin og góðar æfingar fyrir hvern hluta leiksins. Þar sem hópastærð er takmörkuð við fimm manns þá fær hver og einn persónulega nálgun. Takmarkað framboð er þannig að fyrstir koma fyrstir fá hjá þessum vinsæla og góða kennara.

Námskeiðin henta breiðum hópi kylfinga, allt frá byrjendum til lengra komna.

Hér fyrir neðan má sjá yfirlit fyrir námskeiðin sem eru í boði, en skráningarupplýsingar má sjá hér fyrir neðan. Námskeiðin eru blönduð kk og kvk:

Námskeið mánudaga:  22.5 – 29.5 – 5.6 – 12.6
Í boði er kl. 17-18; 18-19; 19-20.

Námskeiðsgjald er kr. 12.500,-

Námskeiðið fer fram á útiæfingasvæði GKG. 

Nánari upplýsingar gefur undirritaður, skráning fer fram með því að senda póst með neðangreindum upplýsingum á ulfar@gkg.is

Skráning á námskeið á …. kl.
Nafn:
Kt.:
Netfang:
GSM:
Forgjöf:
Fyrir kylfinga sem óska eftir einka/parakennslu bendum við á að hafa beint samband vegna tímapantana, sigurpall@gkg.is eða 8620118.