Sæl og blessuð.
Nú höfum við opnað fyrir skráningar á sumaræfingar barna og unglinga, en æfingar hefjast eftir að skólum lýkur, 10. júní. Til þess að geta tekið þátt í sumaræfingum GKG þarf að vera meðlimur í GKG og fylla út skráningarformið.
Allar upplýsingar, s.s. æfingatöflu, skipulag og markmið æfinga, og skráningarform er að finna hér.
Vinsamlegast skráið í athugasemdadálkinn á skráningarforminu séróskir varðandi nr. hóps óskað er eftir. Einnig er gott að taka fram ef óskir eru um að vera saman í hópi með ákveðnum vin/vinkonu. Við reynum eftir fremsta megni að verða við óskum, en markmið okkar er þó að hópastærðir séu ekki meiri en 8 iðkendur per þjálfara.
Varðandi afreks/keppnishópa þá velja þjálfarar í hópa eftir viðmiðum sem hægt er að kynna sér hér.
Æfingagjald er kr. 12.600 fyrir sumartímabilið (11. júní til 27. september). Skráningarfrestur er til sunnudagsins 2. júní eða meðan laus pláss eru í hópa.
Greiðsluseðill verður sendur á kennitölu foreldris/forráðamanns um það leyti sem æfingar hefjast.
Fyrir þá sem eru ekki meðlimir í GKG þá bendum við á vikuleg Golfleikjanámskeið fyrir 5-12 ára, en þau henta afar vel fyrir þau sem eru að stíga fyrstu skrefin í íþróttinni.
P.S. Æfingar samkvæmt vetraræfingatöflu verða þangað til sumaræfingar hefjast. Við gerum ráð fyrir að æfingar verði áfram í Kórnum út næstu viku, en vonandi verður síðan hægt að hafa æfingar utandyra í GKG. Vorið hlýtur að fara að koma:)
Allar nánari upplýsingar veitir undirritaður.
Bestu kveðjur fyrir hönd þjálfara GKG.
Með bestu kveðjum,
Úlfar Jónsson
Íþróttastjóri GKG