Sæl og blessuð.
Nú höfum við opnað fyrir skráningar á sumaræfingar barna og unglinga, en æfingar hefjast 13. júní. Til þess að geta tekið þátt í sumaræfingum GKG þarf að vera meðlimur í GKG og fylla út skráningarformið.
Allar upplýsingar, s.s. æfingatöflu, skipulag og markmið æfinga, og skráningarform er að finna hér.
Vinsamlegast skráið í athugasemdadálkinn á skráningarforminu séróskir varðandi nr. hóps óskað er eftir. Einnig er gott að taka fram ef óskir eru um að vera saman í hópi með ákveðnum vin/vinkonu. Við reynum eftir fremsta megni að verða við óskum, en markmið okkar er þó að hópastærðir séu ekki meiri en 8 iðkendur per þjálfara.
Almennar æfingar eru þrisvar í viku, pútt/stutta spil/sveifluæfingar. Einnig verða opnar spilæfingar í Mýrinni, á föstudögum frá kl. 9-12. Markmið spilæfinganna er fyrst og fremst að koma þeim reynsluminni út á völl og búa til skemmtilegt og afslappað andrúmsloft, t.d. með Texas Scramble liðakeppni. Fyrirmyndin er frá PGA Junior League í Bandaríkjunum.
Varðandi afreks/keppnishópa þá velja þjálfarar í hópa eftir viðmiðum sem hægt er að kynna sér hér.
Æfingagjald er kr. 15.000 fyrir sumar/hausttímabilið (13. júní til 22. september). Skráningarfrestur er til 10. júní eða meðan laus pláss eru í hópa.
Greiðsluseðill verður sendur á kennitölu foreldris/forráðamanns um það leiti sem æfingar hefjast.
Fyrir þá sem eru ekki meðlimir í GKG þá bendum við á vikuleg Golfleikjanámskeið fyrir 6-12 ára, en þau henta afar vel fyrir þau sem eru að stíga fyrstu skrefin í íþróttinni.
P.S. Núverandi æfingar verða áfram samkvæmt vetraræfingatöflu þangað til sumaræfingar hefjast. Æfingar flytjast úr Kórnum út á æfingasvæði/æfingavelli GKG þegar æfingasvæðin og völlurinn opnar, og mun ég senda út tilkynningu þegar það gerist. Mæting er við pallana á æfingasvæðinu.
Allar nánari upplýsingar veitir undirritaður.
Bestu kveðjur fyrir hönd þjálfara GKG.
Úlfar Jónsson
Íþróttastjóri GKG
ulfar@gkg.is
8629204