Nú höfum við opnað fyrir skráningar á sumaræfingar barna og unglinga, en æfingar hefjast 8. júní.  

Skráning
Hin ágæta æfingatafla í allri sinni litadýrð er tilbúin! Æfingatöfluna, gjöld ofl., er að finna hér.
Skráning í GKG og á æfingar er í Nóra, gkg.felog.is. Athugið að um tvær skráningar er að ræða, annars vegar Félagsgjöld og hins vegar Drengir/Stúlkur 18 ára og yngri fyrir sumaræfingarnar. Til þess að geta tekið þátt í sumaræfingum GKG þarf að vera meðlimur í GKG. 

Viljum benda á að hægt er að koma strax inn á æfingarnar sem eru í gangi núna, að því gefnu að gengið hafi verið frá félagsgjaldinu. Sjá vetraræfingatöfluna sem er í gildi núna til 5. júní.

Óskir um ákveðna hópa
Vinsamlegast skráið í athugasemdadálkinn á skráningarforminu séróskir varðandi nr. hóps sem óskað er eftir. Einnig er gott að taka fram ef óskir eru um að vera saman í hópi með ákveðnum vini/vinkonu. Við reynum eftir fremsta megni að verða við óskum, en markmið okkar er þó að hópastærðir séu ekki meiri en 8 iðkendur per þjálfara.

Þrjár æfingar í viku auk spilæfinga
Almennar æfingar eru 3x 1 klst. í viku, pútt/stutta spil/sveifluæfingar. Einnig verða opnar spilæfingar í Mýrinni, nokkra föstudaga í sumar frá kl. 9-12. Markmið spilæfinganna er fyrst og fremst að koma þeim reynsluminni út á völl og kenna þeim að spila á golfvelli.

Varðandi keppnishópa þá velja þjálfarar í hópa eftir viðmiðum sem hægt er að kynna sér hér.
Æfingagjald er kr. 18.000 fyrir sumar/hausttímabilið (8. júní til 19. nóvember). Athugið að æfingatímabilið er tveim mánuðum lengra á þessu gjaldi en áður, sem sárabót vegna æfinga sem féllu niður í vor vegna Covid 19 samkomubannsins.

Skráningarfrestur á sumaræfingar er til 3. júní eða á meðan laus pláss eru í hópa.

Golfleikjanámskeið fyrir 6-12 ára
Fyrir þau sem vilja fara á vikulangt Golfleikjanámskeið fyrir 6-12 ára, þá er hægt að skoða upplýsingar hér

Allar nánari upplýsingar veitir undirritaður. Hlökkum til að eiga frábært sumar með ykkur:)

Bestu kveðjur fyrir hönd þjálfara GKG.
Úlfar Jónsson
Íþróttastjóri GKG