Vetraræfingar barna og unglinga í GKG hefjast 7. nóvember, en minnum á að við erum enn með haustæfingar í gangi á GKG æfingasvæðunum til 22. september. Til að taka þátt í vetraræfingunum þá þarf að vera félagsmaður í GKG og skrá sig á æfingar hér. Upplýsingar um æfingatöfluna finnurðu einnig á sömu síðu, og ef um nýjan iðkanda er að ræða, hvernig hægt er að gerast félagsmaður.

Varðandi keppnishópa þá bjóða þjálfarar einstaklingum sérstaklega í þá hópa, mæti þeir viðmiðum sem þeir setja. Upplýsingar um viðmið eru að finna hér.

Æfingagjöld fyrir vetraræfingar í Kórnum / Íþróttamiðstöð (7. nóvember 2016 til 12. júní 2017) verða kr. 31.000 fyrir tvær klst per viku og kr. 41.000 fyrir þrjár klst æfingar per viku (keppnishópar). Við minnum á tómstundastyrki frá sveitafélögum.

Sjá upplýsingar um niðurgreiðslu æfingagjalda þeirra er búa í Kópavogi.

Sjá upplýsingar um niðurgreiðslu æfingagjalda þeirra er búa í Garðabæ.

Eftir áramót verða púttmót annan hvern laugardag, auk ýmissa fleiri viðburða.

Hvetjum alla til að fylgjast með fréttum af starfinu á Facebook síðu GKG barna- og unglingastarfs og á heimasíðu GKG, www.gkg.is.

Með bestu kveðjum fyrir hönd þjálfara.

Úlfar Jónsson
Íþróttastjóri GKG
PGA golfkennari
www.gkg.is
ulfar@gkg.is
+354 862 9204