Skráning er hafin í Opna Ecco Minningarmót GKG sem haldið verður á Leirdalsvelli GKG sunnudaginn 22. september. Í ár er mótið til styrktar æfingaferð barna-, unglinga- og afrekssviðs GKG, sem verður næsta vor.
Í mótinu höldum við sérstaklega uppi minningu þeirra Jóns Ólafssonar, Ólafs E. Ólafssonar og Konný Hansen sem áttu drjúgan þátt í að gera GKG að því sem klúbburinn er í dag.
Skráning í mótið er hér í Golfbox.
Keppnisfyrirkomulag:
Leikinn verður fjögurra manna Texas scramble. Samanlögð forgjöf liðs deilt með 10, þó ekki hærri en forgjöf forgjafarlægsta leikmanns liðsins. Hámarksleikforgjöf hvers leikmanns er 36. Hver leikmaður liðs þarf að eiga a.m.k. tvö upphafshögg á hringnum.
Glæsileg verðlaun eru fyrir 3 efstu sætin í báðum flokkum og eru nándarverðlaun á öllum par 3 holum. Ef tvö lið eru jöfn í verðlaunasæti þá gilda seinustu 9 holurnar (10-18), svo seinustu 6, seinustu 3, loks seinasta holan. Ef enn er jafnt er varpað hlutkesti.
Allir keppendur eru ræstir út á sama tíma með shotgun fyrirkomulagi kl. 09:00. Mæting í skála kl. 08:00.
Verðlaunaafhending verður strax að leik loknum um kl. 14 í skála
Verð kr. 8.500 per keppanda.
Hvetjum GKG-inga til að taka með sér vini og vandamenn úr öðrum klúbbum og taka þátt í þessu skemmtilega móti og um leið styrkja okkar framtíðar afrekskylfinga í vegferð þeirra til glæsilegra afreka.
Einnig er hægt að skrá sig stakan og verður þá úthlutað liði.