Skráningu í meistaramótið lauk formlega í dag og hefur hún gengið ágætlega. Allaf má þó bæta við og hefur mótstjórn því ákveðið að framlengja skráningarfrestinn um tvo sólarhring, en hann rennur þá út á föstudaginn klukkan 12 á hádegi og er það allra, allra síðasti möguleiki á að skrá sig.

 

Sérstaklega hvetjum við konur og kylfinga með hærri forgjöf (t.d. þá sem lenda í 5. flokki) að slá til og skrá sig, en skráningin hefur verið dræm í þeim hópum. Meistaramótið er einmitt frábær vettvangur fyrir fólk sem er nýkomið með forgjöf að reyna sig í alvöru en skemmtilegu höggleiksmóti. Einnig hvetjum við einfaldlega alla til að skrá sig því meistaramótið er hápunktur sumarsins í golfinu, spáin er góð, golfið verður alltaf skemmtilegt og félagsskapurinn frábær. Upplýsingar um hvernig á að bera sig að við skráningu er að finna í fréttinni hér neðar á síðunni.