Fyrsta mót í mótaröð GKG þetta sumarið fór fram í ágætisveðri síðastliðinn miðvikudag, þann 13. júní. Margir GKG-ingar tóku þátt í þessu fyrsta móti af sjö og var skorið ágætt. Flesta punkta í karlaflokki hlaut Hallgrímur Smári Jónsson, heila 40 punkta. Í kvennaflokki bar Hansína Þorkelsdóttir sigur úr býtum með 36 punkta. Þessi tvö eiga verðlaun sem bíða þeirra í ProShop.

 

Næsta mót miðvikudagsmótaraðarinnar fer fram 27. júní næskomandi og nú er um að gera að mæta þá og gera sitt allra besta. Enn er nægur tími til að taka þátt í heildarkeppninni, en bestu fjögur mótin af sjö teljast til stiga í heildarkeppninni.

 

Úrslit 1.móts og heildarstöðuna má finna í Skjalasafninu hér á síðunni eða með því að smella hér.

 

Að gefnu tilefni þá vill mótstjóri benda á að ljúki menn leik eftir að ProShop og veitingaskáli hafa lokað þá hafa þeir frest til þess að skila inn skorkorti til klukkan 22:00 daginn eftir, ef ekki þá verður skor þeirra ekki skráð. Þessi regla gildir frá og með næsta móti.