Á morgun er fjórða mót Símamótaraðarinnar af sjö svo nú eru síðustu forvöð að taka þátt og ná fjórum mótum, en fjögur bestu mótin telja hjá þeim sem taka þátt. Við hvetjum alla til kíkja í golf og reyna að safna einhverjum punktum saman.
Til mikils er að vinna því sá eða sú sem sigrar í sínum flokki í lok sumars fær glæsilegan SonyEricsson síma í verðlaun. Einnig má nefna að sá eða sú sem sigrar sinn flokk á hverju einstöku móti fær í sinn hlut 4.000 króna gjafabréf í litlu golfbúðinni okkar. Við hvetjum því alla sigurvegara fyrstu þriggja mótanna að kíkja í búðina og fá sér einhverja af hinum glæsilegu GKG merktu vörum sem þar eru í boði. Til glöggvunar eru hér fyrir neðan hlekkir á úrslit fyrstu þriggja mótanna, sem og stöðuna í hverjum flokki fyrir sig eftir fyrstu þrjú mótin. Þessi skjöl er einnig að finna í skjalasafni okkar hér til hliðar.
Sjáumst á morgun á 4. móti Símamótaraðarinnar!
Staðan eftir fyrstu þrjú mótin