Sjötta mót Miðvikudagsmótaraðar GKG 2008 fór fram síðastliðinn miðvikudag, 27. ágúst. Eftir þetta mót er aðeins eitt mót eftir og því hörku spenna hlaupin í heildarkeppnina. Síðasta mótið verður þann 10. september næstkomandi og mikilvægt fyrir alla kylfinga að mæta og reyna að tryggja sér eitt af efstu fimm sætunum í sínum flokki. Smellið á hlekkina hér að neðan til að sjá úrslit sjötta mótsins og stöðuna eftir mótin sex.
Mótstjórn vill benda á þá reglu að ef kylfingar eru jafnir í verðlaunasæti þá gildir hin almenna regla í punktakeppnum að sá kylfingur sem er með hærra punktaskor á þeim hring sem hann spilaði síðast telst vera ofar. Ef síðustu hringir kylfinga eru upp á jafnmarga punkta þá gilda síðustu 9 holur á þeim hringjum, þá næst síðustu sex, loks síðustu þrjár og síðast síðasta holan. Ef enn er jafnt skal varpa hlutkesti um röð kylfinga.