Nokkrir af unglingum GKG tóku þátt í Íslandsmótinu í höggleik sem fram fór á Keilisvelli í Hafnarfirði í síðustu viku. Starkaður Sigurðarson stóð sig þar frábærlega, spilaði á 73-77-76-74 = 300 og endaði í 17.sæti. Tvo dagana spilaði hann til lækkunar á forgjöf sinni og er nú orðinn forgjafarlægsti unglingurinn í piltaflokki hjá GKG með 3.9 í forgjöf. Þess má einnig geta að hann fékk flesta punkta allra keppenda á mótinu eða samtals 144 á hringjunum 4.
Ingunn Gunnarsdóttir stóð sig einnig mjög vel í kvennaflokki en hún spilaði mjög stöðugt golf alla dagana, 81-78-80-78 = 317, og endaði í 6. sæti.
Við óskum þeim innilega til hamingju með þennan frábæra árangur. Næsta mót hjá þeim og mörgum öðrum af unglingunum okkar er Faldo Series Iceland Championship sem fer fram á Grafarholtsvelli á morgun og miðvikudag.