Fyrsta stigamót unglinga fór fram um helgina á Strandavelli.
Veður setti strik í reikninginn báða dagana þar sem mikið rok var á vellinum.
Alls tóku 14 kylfingar frá GKG þátt í mótinu og besta árangrinum náði Ragnar Már Garðarsson en hann vann 13-14 ára flokk drengja.
Ragnar spilaði vel báða dagana og kom inn á 73 höggum fyrri daginn og 74 seinni daginn og var á 7 höggum yfir pari alls. Hann var 4 höggum á undan næsta kylfingi.

Einnig má geta þess að Ari Magnússon var í 4.-5. sæti í flokki 17-18 ára drengja, einnig voru Gunnar Snær Gunnarsson og Pétur Andri Ólafsson í topp 10 í sama flokki.
Hrafnhildur Gunnarsdóttir var eina stelpan úr GKG sem tók þátt um helgina og lenti hún í 7. sæti í sínum flokk.