Núna rétt í þessu lauk síðasta stigamóti unglinga sumarsins hér á Vífilsstaðavellinum okkar í GKG. Unglingarnir spiluðu tvo hringi um helgina og sýndu góð tilþrif. Veðrið lét heldur ekki sitt eftir liggja og reyndi að stela senunni, en kylfingum var boðið upp á frábært golfveður á laugardeginum og svo rigningu og rok á sunnudeginum.
Bestum árangri heimafólksins náði Ingunn Gunnarsdóttir en hún vann sinn flokk, 17-18 ára stúlknaflokk, með þremur höggum. Þriðja sætið í þeim flokki féll líka GKG í skaut, en Erna Valdís Ívarsdóttir komst þar á pall. Þá einnig nefna að Emil Þór Ragnarsson og Ragnar Már Garðarsson enduðu í öðru og þriðja sæti í flokki drengja 13-14 ára. Flottur árangur hjá okkar fólki.
Benda má áhugasömum um mótið að vefsíðan kylfingur.is hélt úti frábærri fréttaþjónustu á meðan mótinu stóð og má nálgast þar nákvæmar lýsingar af gangi mála. Einnig var ljósmyndarinn Dalli á svæðinu og tók glæsilegar myndir af kylfingum. Smellið hér til að fara inn á heimasíðu Dalla og skoða myndirnar hans.
Auk verðlaunapeninga og gripa frá GSÍ þá gaf GKG keppendum verðlaun fyrir sæti auk nándarverðlauna í boði Joe Boxer og 66°N. Ólafía Þ. Kristinsdóttir og Árni E. Leósson hlutu nándarverðlaun en náðu ekki í þau og geta þau tvö því vitjað þeirra í ProShop GKG í vikunni.
Starfsfólk GKG þakkar annars unglingunum fyrir helgina og hlakkar til að fá aftur í heimsókn á næsta ári