Ágústmánuður er annasamur hjá keppniskylfingunum okkar en þá fara fram m.a. Íslandsmót golfklúbba, allt frá unglingum, meistaraflokkum og til eldri kylfinga. GKG tefldi fram vöskum hópi kylfinga og náðu margar sveitirnar frábærum árangri, en stúlknasveit 18 ára og yngri urðu Íslandsmeistarar í ár! Hér er samantekt árangurs sveitanna.

Í efstu deild kvenna var leikið hjá Golfklúbbnum Keili á Hvaleyrarvelli 10.-12. ágúst, sömu daga kepptu karlarnir hjá Golfklúbbnum Leyni á Akranesi.

Kvennasveit GKG skipuðu:

Alma Rún Ragnarsdóttir
Anna Júlía Ólafsdóttir
Árný Eik Dagsdóttir
Eva Maria Gestsdottir
Hulda Clara Gestsdottir
Ingunn Einarsdóttir
Ingunn Gunnarsdóttir
María Björk Pálsdóttir
Liðsstjóri: María Guðnadóttir
Þjálfarar: Haukur Már Ólafsson

Kvennasveitin hafnaði í 3. sæti.

Karlasveit GKG skipuðu:

Alfreð Brynjar Kristinsson
Aron Snær Júlíusson
Egill Ragnar Gunnarsson
Emil Þór Ragnarsson
Hlynur Bergsson
Jón Gunnarsson
Ólafur Björn Loftsson
Sigurður Arnar Garðarsson
Liðsstjóri/þjálfari: Derrick Moore

Karlasveitin sem sigrað hefur fimm sinnum í keppninni, seinast 2017, hafnaði í 4. sæti í ár.

Nánari upplýsingar um úrslit allra leikja í efstu deild er að finna hér.

Sveit eldri kylfinga kvenna (50+) keppti hjá Golfklúbbi Akureyrar á Jaðarsvelli dagana 17.-19. ágúst.

Ásgerður Gísladóttir
Baldvina Snælaugsdóttir
Elísabet Böðvarsdóttir
Hanna Bára Guðjónsdóttir
Jóhanna Ríkey Sigurðardóttir
Linda Arilíusdóttir
María Guðnadóttir
Ragnheiður Sigurðardóttir
Sigríður Olgeirsdóttir
María Guðnadóttir liðsstjóri
Valgerður Ólafsdóttir upplýsingafulltrúi og ljósmyndari

Sveitin hafnaði í 3. sæti.

Sveit eldri kylfinga karla (50+) keppti sömu daga hjá Golfklúbbi Grindavíkur.

Andrés I. Guðmundsson
Guðlaugur Kristjánsson
Gunnar Árnason
Gunnar Páll Þórisson
Helgi S. Ingason
Kjartan J. Einarsson
Tryggvi Þór Tryggvason
Úlfar Jónsson
Þorsteinn R. Þórsson
Liðsstjóri: Hlöðver Guðnason

Sveitin hafnaði í 4. sæti.

Sjá nánari upplýsingar um úrslit allra leikja eldri kylfinga hér.

Í Vestmannaeyjum 17.19. ágúst var keppt í unglingaflokkum 18 ára og yngri.

Stúlknasveit GKG 18 ára og yngri skipuðu:

Alma Rún Ragnarsdóttir 
Anna Júlía Ólafsdóttir
Árný Eik Dagsdóttir
Eva Maria Gestsdottir
Hulda Clara Gestsdottir
María Björk Pálsdóttir
Liðsstjóri: Haukur Már Ólafsson

Stúlkurnar gerðu sér lítið fyrir og urðu Íslandsmeistarar. Til hamingju með titilinn stelpur!

Sveit telpna 15 ára og yngri skipuðu
Bjarney Ósk Harðardóttir
Gunnhildur Hekla Gunnarsdóttir
Hildur Reykdal Snorradóttir
Karen Lind Stefánsdóttir
Katrín Hörn Daníelsdóttir
Laufey Kristín Marinósdóttir
Liðsstjóri: Ari Magnússon

Telpnasveitin hafnaði í 4. sæti.

Sjá nánari upplýsingar um úrslit allra leikja í Vestmannaeyjum hér.

Loks var keppt á Flúðum 17.19. ágúst var í flokkum 15 ára og yngri drengja.

Drengjasveit GKG-A 15 ára og yngri skipuðu:

Flosi Valgeir Jakobsson
Breki G. Arndal
Dagur Fannar Ólafsson
Jóhannes Sturluson
Róbert Leó Arnórsson
Gunnlaugur Árni Sveinsson

Sveitin hafnaði í 2. sæti eftir spennandi úrslitaleik við GR. 

Sveit GKG-B skipuðu:
Brynjar Már Kristmannsson
Axel Óli Sigurjónsson
Kristian Óskar Sveinbjörnsson
Jón Þór Jóhannsson
Gústav Nilsson
Sindri Snær Kristófersson

Drengirnir höfnuðu í 6. sæti.

Sjá nánari upplýsingar um úrslit allra leikja á Flúðum hér.

Frá vinstri: Derrick, Dagur , Flosi, Gunnlaugur, Jóhannes, Breki, Róbert