Þrír af okkar fremstu afrekskylfingum standa fyrir 9 holu hermamóti til styrktar vegferðar þeirra í atvinnu- og áhugmannamótum sem framundan eru í sumar.

Mótið verður leikið í TrackMan golfhermi á Royal Drottningholm Golf Club í Svíþjóð. Leiknar verða 9 holur (fyrri 9) og hafa kylfingar til 3. mars til þess að leika hringinn.

Mótið er opið öllum og hægt er að spila allstaðar í heiminum þar sem er TrackMan golfhermir. Leikmenn þurfa að vera með Trackman aðgang og þar með trackman forgjöf. Ef að þú ert ekki með trackman forgjöf gildir golfbox forgjöfin deilt í tvennt. Ef vandræði koma upp við stofnun Trackman aðgangs þá er hægt að hafa samband við ajkmot@gmail.com.

Leikfyrirkomulag er höggleikur með forgjöf og veitt eru verðlaun fyrir efstu 3 sætin. Einnig verður veitt verðlaun fyrir besta skor í mótinu.

​Þá verða einnig veitt verðlaun fyrir lengsta dræv á 6. og 7. holu og næst/ur holu á 5. og 8. holu.

Heildarverðmæti vinninga er um 250.000 kr.

Mótsgjald er einungis 2.500 kr. (TrackMan hermaleiga ekki innifalin) og rennur allur ágóði til styrktar Arons, Gulla og Kristófers fyrir komandi verkefni erlendis í sumar.

Karlar leika á teigum III (5404m) og konur á teigum V (4248m)

Eftir skráningu tekur allt að 24 klst að fá boð frá TrackMan um skráningu í mótið í emaili. Mikilvægt er að samþykkja það boð – JOIN TOURNAMENT. Því næst ferðu í TrackMan golfhermi, loggar þig inn með netfangi eða appinu (skanna kóðann). Þá sérðu mótið undir Tournaments. Gangi þér vel!

Ef email frá TrackMan berst ekki þá þarf að athuga hvort sé misræmi í netfangi sem skráð er fyrir TrackMan reikningi og golfbox (þarf að vera sama netfang skráð í báðu). 

Mulligans:
Mulligans eru leyfðir ef um tæknilega villu er að ræða, t.d. “draugahögg”. Það mun sjást á skorkortinu ef mulligan er notaður og þarf leikmaður að senda skriflega skýringu til mótsstjóra.

Vakni einhverjar spurningar má hafa samband við mótsstjóra:

Arons, Gulla og Kristófers
ajkmot@gmail.com