Atvinnukylfingurinn Ottó Sigurðsson ætlar sér að taka þátt í úrtökumótinu fyrir evrópsku mótaröðina. Mótið er haldið um miðjan september og hefur Ottó verið að undirbúa sig fyrir mótið allt þetta ár. Hann stefnir að því að spila á mótinu í Oxfordshire sem er rétt fyrir utan London á Englandi.
Ottó ætlar því að halda styrkarmót á laugardaginn hjá GKG. Keppt verður með og án forgjafar og eru verðlaunin ekki af verri endanum en fyrir 1. sætið með og án forgjafar eru 45.000kr. ferðaávísun í golfferð á vegum Heimsferða. Önnur verðlaun eru Zo-On regngallar, grill, gsm símar og margt fleira. Skráning fer fram á golf.is. Allir að mæta og styrkja hann Ottó okkar í golfinu!