Viljum minna á að sumaræfingarnar hjá okkur í GKG hefjast á mánudag n.k., 12. júní.
Það verður líf og fjör í sumar en skráningin hefur gengið frábærlega, næstum 200 krakkar skráðir á æfingar!

Smelltu hér til að skoða æfingatöfluna og hópaskipan.

Mæting er ávallt við æfingasvæðið hjá skotpöllunum.

Æfingar eru þrisvar í viku, 1x púttæfing, 1x stutta spil (einnig spil á litla velli), 1x sveifluæfing. Að auki er opin spilæfing á föstudögum í Mýrinnni, sú fyrsta föstudaginn 16. júní. Mæting við skálann kl. 09:00, en nánari upplýsingar koma þegar nær dregur.

Það verður nóg af skemmtilegu um að vera hjá okkur í sumar, m.a. Mix mótaröð í Mýrinni fyrir byrjendur (fyrsta mótið 15. júní), og Kristals mótaröðin á Leirdalsvelli fyrir þau sem eru farin að lækka forgjöfina og vön að spila 18 holur (fyrsta mótið 14.júní). 

Mótaskrá með helstu mótum sumarsins er hægt að skoða hér.

Varðandi æfingagjaldið kr. 15.600, þá kemur greiðsluseðill í heimabanka. Æfingagjaldið er fyrir tímabilið 12.6 – 21.9.2017. Bendum á að sumaræfingarnar eru fyrir félagsmenn GKG og þarf því að greiða árgjald einnig, sem er mismunandi eftir aldurshópum, sjá hér

Ef einhver hefur gleymt að skrá sig þá er enn hægt að komast að með því að skrá sig hér.

Nánari upplýsingar hjá Úlfari íþróttastjóra, ulfar@gkg.is eða 8629204