Á hverju sumri fáum við til okkar einstaklinga 18 ára og eldri í gegnum sumarvinnu sveitafélaganna (Kópavogi og Garðabæ). Við höfum verið svo lánsöm að sömu einstaklingarnir hafa sótt um ár eftir ár en nú er svo komið að margir af okkar föstu starfsmönnum eru að klára nám og eru að hefja sinn starfsferil annars staðar.

Það er því tækifæri fyrir einstaklinga sem eru 18 ára og eldri og hafa áhuga á að vinna á frábærum vinnustað, undir öflugri leiðsögn í einstaklega fallegu umhverfi að sækja um sumarvinnu hjá sínu sveitafélagi (Kópavogi eða Garðabæ) og tilgreina þá GKG sem valkost.

Ath. að umsóknir þurfa að berast Garðabæ fyrir 1. Apríl og Kópavogi fyrir 4. Apríl.

Ti að sækja um í Garðabæ, smellið á neðangreindan hlekk og veljið GKG-Vallarstarfsmenn

http://www.gardabaer.is/stjornsysla/starsfmannamal/sumarstorf-2016/ithrotta-og-tomstundafelog/

Til að sækja um í Kópavogi, smellið á neðangreindan hlekk og veljið „þjónustumiðstöð verkamaður“ og tilgreinið í athugasemd að þið viljið vinna hjá GKG.

http://www.kopavogur.is/stjornsyslan/vinnustadurinn/laus-storf/sumarstorf/

Starfsfólk GKG