Vallarsvið GKG hefur áhuga á að ráða inn heldri kylfinga úr klúbbnum í fyrirfram ákveðin verkefni í hverri viku yfir sumarmánuðina.
Þetta er hugsað sem 2 til 3 dagar í hverri viku og sum af þessum verkefnum geta verið á vélum en önnur ekki. Þetta er tilvalið fyrir þá sem eru svo til ný hættir að vinna en hafa enn fulla orku og vilja hafa einhverja fasta liði í hverri viku, einnig að láta gott af sér leiða í að gera völlinn betri.
Svona fyrirkomulag hefur verið hjá öðrum klúbbum og reynst mjög vel og erum við spennt yfir því að prófa þetta hjá okkur í GKG.
Fyrir þá sem hafa áhuga þá er hægt að hafa samband við undirritaðan í tölvupósti gummi@gkg.is og eða hringja í 899-8580
Kveðja
Guðmundur Árni Gunnarsson