Sveit GKG eldri kylfinga stóð sig frábærlega um helgina í Sveitakeppni GSÍ 2. deild eldri kylfinga sem fram fór í Sandgerði. Sveitin lagði Leyni í úrslitaleik um 1. sætið 4-1. Með þessum árangri endurheimtu drengirnir sæti sitt í 1. deild að ári. Hér er hægt að skoða úrslit í leikjunum.

Sveitina skipuðu:

Andrés I. Guðmundsson
Guðlaugur Kristjánsson
Gunnar Árnason
Halldór Ingi Lúðvíksson
Helgi Svanberg Ingason
Hlöðver Sigurgeir Guðnason
Tómas Jónsson
Þorsteinn Reynir Þórsson

Innilega til hamingju með árangurinn!