Sveitakeppni unglinga hófst í morgun en hún fer fram á þremur stöðum. Stúlkurnar keppa hjá Golfklúbbi Suðurnesja í flokkum 16-18 ára og 15 ára og yngri. Drengir 15 ára og yngri keppa á Flúðum og elstu strákarnir (16-18 ára) keppa í Þorlákshöfn. 

Bæði eldri og yngri sveit stúlkna léku tvo leiki í dag í holukeppni, og í báðum tilfellum mættu þær sterkum sveitum GR og GK. Sveit GR hafði betur 3-0 í fyrri leiknum. Í síðari leiknum lutu þær í lægra haldi fyrir sveit Keilis 3-0. Nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu GS hér.

Hér fyrir neðan má sjá skor okkar kylfinga í höggleiknum í dag á Flúðum:

GKG A 15 ára og yngri

Óðinn Þór Ríkharðsson 72
Aron Snær Júlíusson 74
Egill Ragnar Gunnarsson 77
Kristófer Orri Þórðarson 78

GKG B 15 ára og yngri

Sigurjón Guðmundsson 85
Máni Geir Einarsson 85
Ásbjörn Freyr Jónsson 92
Elías Björgvin Sigurðsson 92

A sveitin er í fyrsta sæti eftir höggleikinn og B sveitin er í 10 sæti. Þrjú skor af fjórum töldu. Þetta er flottur árangur hjá strákunum okkar en á morgun byrjar síðan riðlakeppni. Þar sem GKG A sveitin keppir á móti GK- B og GKG B keppir á móti GÓ/GH.  Hægt er að fylgjast með mótinu á heimasíðu Golfklúbbs Flúða hér. 

Í Þorlákshöfn gerði Emil Þór Ragnarsson sér lítið fyrir að setti nýtt vallarmet af gulum teigum, 67 högg, 4 undir pari! Þetta er frábær árangur og fleytti GKG sveitinni í efsta sætið eftir höggleikinn, en líkt og á Flúðum þá hefst holukeppnin í fyrramálið og verða leiknar tvær umferðir. GKG leikur við GK-B í fyrramálið. Hér má sjá skor okkar manna í Þorlákshöfn í dag en nánari upplýsingar frá Þorlákshöfn eru að finna hér:

GKG 16-18 ára

Emil Þór Ragnarsson   67
Ragnar Már Garðarsson  74
Daníel Hilmarsson  78
Gunnar Gunnarsson   88

Áfram GKG!cimg1633 small